banner
   sun 23. september 2018 15:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ítalía: Sigur hjá Napoli en Roma tapaði óvænt
Insigne skoraði tvennu.
Insigne skoraði tvennu.
Mynd: Getty Images
Lærisveinar Eusebio Di Francesco í Roma töpuðu óvænt.
Lærisveinar Eusebio Di Francesco í Roma töpuðu óvænt.
Mynd: Getty Images
Fjórir leikir eru búnir í ítölsku úrvalsdeildinni í dag.

Napoli er komið upp að hlið Juventus eftir sigur gegn Torino á útivelli, 3-1. Staðan var 2-0 í hálfleik, Andrea Belotti minnkaði muninn á 51. mínútu en Lorenzo Insigne kláraði leikinn á 59. mínútu með sínu öðru marki í leiknum.

Lazio vann 4-1 sigur gegn Genoa og Udinese hafði betur gegn Chievo en óvænt úrslit urðu þegar Roma tapaði fyrir Bologna.

Roma, sem komst í undanúrslit Meistaradeildarinnar á síðustu leiktíð, heimsótti Bologna og þurfti að sætta sig við 2-0 tap. Roma hefur ekki farið vel af stað á þessari leiktíð og er aðeins með fimm stig eftir fyrstu fimm leikina.

Bologna 2 - 0 Roma
1-0 Federico Mattiello ('36 )
2-0 Federico Santander ('59 )

Chievo 0 - 2 Udinese
0-1 Rodrigo De Paul ('76 )
0-2 Kevin Lasagna ('90 )

Lazio 4 - 1 Genoa
1-0 Felipe Caicedo ('7 )
2-0 Ciro Immobile ('23 )
2-1 Krzysztof Piatek ('46 )
3-1 Sergej Milinkovic-Savic ('53 )
4-1 Ciro Immobile ('89 )

Torino 1 - 3 Napoli
0-1 Lorenzo Insigne ('4 )
0-2 Simone Verdi ('20 )
1-2 Andrea Belotti ('51 , víti)
1-3 Lorenzo Insigne ('59 )

Emil mætir Ronaldo
Það eru tveir leikir eftir í ítölsku úrvalsdeildinni í dag. Það er athyglisverður leikur í kvöld þegar Frosinone og Juventus mætast. Emil Hallfreðsson gegn Cristiano Ronaldo.

16:00 AC Milan - Atalanta (Stöð 2 Sport 4)
18:30 Frosinone - Juventus (Stöð 2 Sport 3)
Athugasemdir
banner
banner
banner