Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   sun 23. september 2018 15:43
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Jorginho reyndi 180 sendingar - Það mesta frá 2003/04
Mynd: Getty Images
West Ham og Chelsea gerðu markalaust jafntefli þegar liðin mættust í ensku úrvalsdeildinni fyrr í dag.

Chelsea var heilt yfir sterkari aðilinn og meira með boltann en það var West Ham sem fékk besta færi leiksins. Úkraínumaðurinn Andriy Yarmolenko fékk opið skallafæri eftir frábæra sendingu frá Robert Snodgrass. Skallinn hjá Yarmolenko var hins vegar mjög slakur og fór fram hjá markinu.

Á vef BBC kemur fram að Chelsea hafi verið 72% með boltann í leiknum en stór ástæða fyrir því er ítalski miðjumaðurinn Jorginho.

Jorginho, sem var keyptur frá Napoli í sumar, var mikið í boltanum og reyndi 180 sendingar í leiknum en það hefur ekki gerst frá tímabilinu 2003/04 að leikmaður reyni svona margar sendingar.



Athugasemdir
banner
banner