Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 24. september 2018 21:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Oliver um vítaspyrnuaðhlaup sitt: Kjánaleg umræða
Oliver Sigurjónsson, miðjumaður Breiðabliks.
Oliver Sigurjónsson, miðjumaður Breiðabliks.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Oliver Sigurjónsson, miðjumaður Breiðabliks, er leikmaður 21. umferðar Pepsi-deildar karla hjá Fótbolta.net. Viðtal við hann birtist fyrr í dag á síðunni.

Undir lok viðtalsins var Oliver spurður út í bikarúrslitaleikinn sem Blikar töpuðu í vítaspyrnukeppni gegn Stjörnunni á dögunum, hvernig stemningin í liðinu hefði verið eftir leikinn.

„Það er frábær stemming hjá Blikaliðinu, menn voru auðvitað sárir og svekktir að tapa á þennan hátt sem við töpuðum í bikarúrslitunum, en við erum búnir að sýna frábæran karakter og koma til baka eftir erfiða tíma," sagði Oliver

Oliver fór á vítapunktinn í vítaspyrnukeppninni og skaut hann yfir markið. Tilhlaup hans að boltanum var gagnrýnt á Twitter, en fréttamanni lá forvitni á að vita aðeins meira um aðhlaupið og hvernig gagnrýnin sem Oliver fékk hefði farið í hann.

„Tilfinningin eftir leik fyrir mig var rosalega erfið. Hver einasta stund sem ég var einn eða fékk dauðann tíma komu hugsanir um vítið og tapið í 2-3 daga eftir leikinn. Mér fannst ég spila vel í leiknum sjálfum og einn besti leikur sem ég hef spilað í sumar en vítið var auðvitað lélegt og það hafði áhrif á úrslitin 'in the end'."

„Ég fór ekki á Twitter eftir leik en heyrði eitthvað af gagnrýni á aðhlaupið mitt. Það finnst mér kjánaleg umræða, það skiptir engu máli hvernig þú hleypur eða labbar að boltanum svo lengi sem þú skorar, þá er öllum drullusama."

„Ég hef tekið yfir 20-25 víti fyrir öll yngri landsliðin og alla yngri flokka og skorað í flestum tilfellum, með þessu aðhlaupi. Það á að gagnrýna vítið sjálft, því það var lélegt, ekki aðhlaupið," sagði Oliver. Viðtalið við Oliver má í heild sinni lesa hér
Athugasemdir
banner
banner