Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 25. september 2018 17:00
Ívan Guðjón Baldursson
David Luiz: Færðum boltann of hægt
Mynd: Getty Images
Chelsea missti af sínum fyrstu stigum á tímabilinu um helgina er liðið gerði markalaust jafntefli í nágrannaslag gegn West Ham.

David Luiz byrjaði í hjarta varnarinnar hjá Chelsea og telur sig vita hvað klikkaði gegn Hömrunum.

„Auðvitað erum við vonsviknir. Við spiluðum ekki frábærlega og sköpuðum ekki mikið, boltinn færðist of hægt á milli manna og þeir náðu að loka á okkur," sagði Luiz í stuttu viðtali við vefsíðu Chelsea.

Chelsea er tveimur stigum frá toppliði Liverpool eftir jafnteflið en gæti verið enn lengra eftirá ef Andriy Yarmolenko, sóknarmaður West Ham, hefði ekki klúðrað dauðafæri á lokamínútunum.

„Mér finnst leikskipulagið okkar frábært, ástæðan fyrir því að við unnum ekki er að við spiluðum ekki eins vel og við getum. Við vitum að andstæðingar okkar munu spila djúpt á móti okkur, það er undir okkur komið að finna lausnir til að skapa glufur."

Chelsea mætir Liverpool í deildabikarnum á miðvikudaginn og aftur í toppslag í úrvalsdeildinni á laugardaginn.

„Við munum mæta stórkostlegu liði. Núna er mikilvægt að við náum að hvíla okkur fyrir báða leikina."
Athugasemdir
banner
banner
banner