Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 25. september 2018 17:30
Ívan Guðjón Baldursson
Milan að krækja í framkvæmdastjóra Roma
Mynd: Getty Images
AC Milan fékk Ivan Gazidis, framkvæmdastjóra Arsenal, til liðs við sig í síðustu viku og er núna að bæta framkvæmdastjóra Roma við starfsteymi sitt.

Umberto Gandini hefur verið framkvæmdastjóri Roma síðan 2016, eftir að hafa starfað hjá Milan frá 1993, eða í 23 ár.

Gandini og Gazidis munu því starfa saman undir nýjum eigendum Milan sem vilja fara með félagið aftur á þær hæðir sem það var eitt sinn á.

Elliott Management, vogunarsjóðurinn sem tók yfir Milan í sumar, leggur mikla áherslu á að vera með toppmenn í stjórnarstöðum innan félagsins í enduruppbyggingunni.
Athugasemdir
banner
banner
banner