þri 25. september 2018 16:53
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Pogba fær ekki fyrirliðabandið oftar hjá Mourinho
Pogba fær ekki að vera oftar fyrirliði.
Pogba fær ekki að vera oftar fyrirliði.
Mynd: Getty Images
ESPN, Times og fleiri fjölmiðlar greina frá því í dag að Jose Mourinho, stjóri Manchester United, hafi sagt franska miðjumanninum Paul Pogba að hann muni ekki oftar gegna fyrirliðahlutverkinu í stjórnartíð sinni hjá United.

Sagan segir að Mourinho hafi látið alla leikmennina vita af þessu á æfingasvæði félagsins í dag.

Mourinho var ekki sáttur með ummæli og frammistöðu Pogba gegn Úlfunum á laugardaginn. Leikurinn endaði með 1-1 jafntefli en eftir leik gagnrýndi Pogba leikstílinn hjá Man Utd í leiknum.

„Þegar við erum á heimavelli þá ættum við að sækja, sækja, sækja. Þannig á það að vera á Old Trafford, við eigum að gera mikið betur gegn Wolves á heimavelli," sagði Pogba.

Antonio Valencia er fyrirliði Manchester United en Pogba hefur verið með fyrirliðabandið þegar Ekvadorinn er fjarverandi.

Samband Pogba og Mourinho hefur verið mikið í umræðunni síðustu mánuði. Í sumar var talað um það að Pogba væri á förum þar sem hann vildi ekki lengur vinna undir handleiðslu Mourinho.

Pogba verður ekki í hóp í kvöld þegar Man Utd spilar við Derby í enska deildarbikarnum.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner