þri 25. september 2018 22:12
Brynjar Ingi Erluson
Mourinho: Pogba er ekki lengur varafyrirliði
Mynd: Getty Images
Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Manchester United á Englandi, staðfesti eftir tap liðsins gegn Derby í enska deildabikarnum að Paul Pogba væri ekki lengur varafyrirliði.

Pogba var hvíldur fyrir leikinn gegn Derby í kvöld en ensku miðlarnir greindu frá því fyrir leik að Mourinho hefði tekið varafyrirliðann af Pogba.

Mourinho staðfesti svo þær fregnir eftir leikinn.

„Eini sannleikurinn er sá að ég ákvað að Paul Pogba yrði ekki lengur varafyrirliði," sagði Mourinho.

„Það gerðist ekkert og það er ekkert vandamál. Ekki gleyma því að Paul Pogba var sviptur varafyrirliðanum af sama manni og gaf honum varafyrirliðabandið og það er auðvitað ég," sagði Mourinho í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner