Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 26. september 2018 07:00
Brynjar Ingi Erluson
Guardiola: Hann fagnaði eins og þetta væri úrslitaleikur HM
Phil Foden er vonarstjarna Manchester City
Phil Foden er vonarstjarna Manchester City
Mynd: Getty Images
Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City á Englandi, hrósaði Phil Foden í hástert eftir 3-0 sigurinn á Oxford United í gær.

Foden skoraði eitt og lagði upp annað í 3-0 sigri City en þetta var fyrsta mark hans fyrir aðalliðið. Hann er aðeins 18 ára gamall og eitt mesta efni Englands.

„Þegar maður sá hann fagna fyrsta markinu, það var eins og í úrslitaleik HM og það er bara af því hann er stuðningsmaður Manchester City," sagði Guardiola.

„Ég mér draum að hann verði hér áfram næstu tíu árin og ef hann gerir það þá mun hann spila reglulega. Ég veit ekki hvað gerist eftir það."

Karl Robinson, knattspynustjóri Oxford United, ákvað að líkja Foden saman við Andrés Iniesta, fyrrum leikmann Barcelona.

„Vá. Þetta eru risastór orð og ég hef sagt það mörgum sinnum að ég hæstánægður með Phil. Ég ætla ekki að segja að hann verði næsti Andrés Iniesta því það setur álag á hann. Iniesta er einn besti leikmaður sem ég hef á ævinni séð, þannig við getum ekki sett þessa pressu á hann," sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner