mið 26. september 2018 10:30
Fótbolti.net
Lokahóf hjá Fram, Aftureldingu, Fjarðabyggð og Víði
Guðmundur Magnússon var bestur hjá Fram.
Guðmundur Magnússon var bestur hjá Fram.
Mynd: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
Andri Freyr Jónasson var bestur hjá Aftureldingu.
Andri Freyr Jónasson var bestur hjá Aftureldingu.
Mynd: Raggi Óla
Lokahóf Fram fór fram síðastliðið laugardagskvöld. Þar var Guðmundur Magnússon valinn bestur en hann skoraði 26 mörk í 35 leikjum á árinu. Efnilegastur var Már Ægisson.

Lokahóf Aftureldingar fór fram á laugardaginn en liðið tryggði sér sæti í Inkasso-deildinni um helgina. Þar var Andri Freyr Jónasson bæði bestur og markahæstur en hann varð markakóngur í 2. deild í sumar. Alexander Aron Davorsson var valinn besti félaginn.

Um síðustu helgi fór lokahóf Fjarðabyggðar fram. Markvörðurinn Milos Peric var valinn bestur, Nikola Kristinn Stojanovic efnilegastur, Aleksandar Stojkovic var markahæstur og Marinó Máni Atlason fékk verðlaun fyrir mestu framfarir.

Lokahóf meistaraflokks Víðis fór fram á laugardag. Efnilegasti leikmaðurinn (valinn af leikmönnum). Þessi bikar heitir Karenar bikarinn sem var gefin af Óskari Ingimundar, Steinari Ingimundar og systkinum til minningar um móður þeirra en í ár hlaut Brynjar Atli Bragason markvörður bikarinn.

Markakóngur Víðis með 10 mörk var Andri Gíslason. Besti leikmaður að vali klúbbhafa: Róbert Örn Ólafsson

Bestu leikmenn Víðis að mati leikmanna:
3.sæti Tonci Radovnikovic
2.sæti Róbert Örn Ólafsson
1.sæti Brynjar Atli Bragason

Stuðningsmaður ársins að mati leikmanna: Guðmundur Björgvin Jónsson.

Vinsamlegast sendið tölvupóst á [email protected] ef þið hafið upplýsingar um verðlaunahafa á lokahófi hjá einhverju félagi.

Inkasso-deild karla

ÍA:
Bestur: Arnar Már Guðjónsson
Efnilegastur: Stefán Teitur Þórðarson

Fram:
Bestur: Guðmundur Magnússon
Efnilegastur: Már Ægisson

Inkasso-deild kvenna

ÍA:
Best: Unnur Ýr Haraldsdóttir
Efnilegust: Bergdís Fanney Einarsdóttir

2. deild karla:

Afturelding:
Bestur: Andri Freyr Jónasson

Fjarðabyggð:
Bestur: Milos Peric
Efnilegastur: Nikola Kristinn Stojanovic

Grótta:
Bestur: Óliver Dagur Thorlacius
Efnilegastur: Hákon Rafn Valdimarsson

Þróttur Vogum:
Bestur: Jordan Tyler
Efnilegastur: Sverrir Bartolozzi

Víðir Garði:
Bestur: Brynjar Atli Bragason
Efnilegastur: Brynjar Atli Bragason

2. deild kvenna:

Grótta:
Best: Sigrún Ösp Aðalgeirsdóttir
Efnilegust: Anja Ísis Brown
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner