Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 26. september 2018 11:38
Elvar Geir Magnússon
Vonar að Tottenham spili á nýja leikvangnum fyrir jól
Nýr og glæsilegur leikvangur Tottenham er að rísa.
Nýr og glæsilegur leikvangur Tottenham er að rísa.
Mynd: Tottenham
Mauricio Pochettino, stjóri Tottenham, segist bjartsýnn á að Tottenham flytjist á nýjan leikvang fyrir jól. Hann segist hafa fundað með Daniel Lvey stjórnarformanni.

Tottenham leikur heimaleik sinn gegn Watford í deildabikarnum í kvöld á velli Milton Keynes þar sem Wembley er upptekinn.

Tottenham hefur nú farið í gegnum 500 daga án þess að spila á sínum eigin velli.

„Ég er bjartsýnn. Ég vonast til þess að við getum spilað á nýja vellinum fyrir jól. Það er ósk mín," segir Pochettino.

„Ef við viljum eiga einn besta leikvang heims þá þurfa stuðningsmenn að skilja stöðuna. Við getum ekki breytt raunveruleikanum.

Nýr leikvangur Tottenham verður sérlega glæsilegur og mun taka yfir 62 þúsund áhorfendur. Á honum verður einnig hægt að leika amerískan fótbolta og þar á að leika í NFL-deildinni bandarísku.
Athugasemdir
banner
banner