Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   mið 26. september 2018 14:30
Elvar Geir Magnússon
Daði Bergs framlengir við Þrótt - Þórhallur yfirþjálfari yngri flokka
Daði Bergsson áfram hjá Þrótti.
Daði Bergsson áfram hjá Þrótti.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Daði Bergsson hefur skrifað undir framlengingu á samningi sínum við Þrótt og er hann nú samningsbundinn út tímabilið 2020.

Daði spilaði í öllum 22 leikjum Þróttar í Inkasso-deildinni í sumar og spilaði auk þess þrjá bikarleiki. Í þeim skoraði hann níu mörk.

„Hann er uppalinn Þróttari og á að baki 29 landsleiki með yngri landsliðunum auk þess að eiga fjölmarga leiki í efstu deild með Val og Leikni þrátt fyrir ungan aldur. Það er mikið ánægjuefni fyrir okkur Þróttara að samningur hafi verið framlengdur og við njótum krafta Daða í komandi verkefnum næstu tvö keppnistímabil," segir á heimasíðu Þróttar.

Þróttur hafnaði í fimmta sæti Inkasso-deildarinnar á liðnu tímabili undir stjórn Gunnlaugs Jónssonar. Þórhallur Siggeirsson var aðstoðarmaður hans á tímabilinu og mun halda því starfi áfram en auk þess hefur hann verið ráðinn yfirþjálfari yngri flokka hjá félaginu.

Þórhallur er með UEFA-A þjálfaragráðu auk þess að vera með M.Sc gráðu í íþróttavísindum og þjálfun frá Háskólanum í Reykjavík. Hann hefur mikla reynslu af þjálfun, hefur þjálfað hjá HK, Val og nú síðast hjá Stjörnunni þar sem hann var yfirþjálfari yngri flokka frá 2014-2017.
Athugasemdir
banner
banner