Real Madrid sýnir Mac Allister áhuga - Greenwood eftirsóttur - Mourinho til Tyrklands? - Slot vill fá Silva
banner
   þri 02. október 2018 21:00
Arnar Helgi Magnússon
Færeyskt félag hafði samband við Óla Stefán
Óli fer ekki til Færeyja.
Óli fer ekki til Færeyja.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Færeska félagið Víkingur Gøta er sagt hafa haft samband við Óla Stefán Flóventsson í þjálfaraleit sinni. Óli Stefán tók við skrifaði undir hjá KA í gær og mun þjálfa liðið næstu árin.

Þrjár umferðir eru eftir af færesku deildinni en Heimir Guðjónsson varð á dögunum meistari með sínu liði, HB. Víkingur Gøta situr 5. sæti deildarinnar.

Heimir gert magnaða hluti með HB á sínu fyrsta tímabili en liðið er með 16 stiga forystu í deildinni þegar þrjár umferðir eru eftir.

Sigfríður Clementsen núverandi þjálfari Víkings hyggst ekki halda áfram með liðið eftir tímabilið og er félagið því farið að gera ráðstafanir fyrir næsta ár.

Víkingur spilar í smábænum Leirvík en þar búa rétt rúmlega 900 manns. Heimavöllur liðsins ber nafnið Sarpugerði og tekur 400 manns í sæti.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner