Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 18. október 2018 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Treyja Guðlaugs Victors á 1000 krónur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðlaugur Victor Pálsson er fyrirliði Zürich í Sviss og hefur verið meðal bestu leikmanna liðsins á tímabilinu.

Guðlaugur Victor gerði sigurmarkið í síðasta Evrópudeildarleik og hefur nú ákveðið að láta gott af sér leiða og leggja CharityShirts lið með einu stykki áritaðari FC Zürich treyju sem hann lætur fara á lottó uppboði til styrktar Barnaspítalasjóðs Hringsins.

Hægt er að styðja þetta glæsilega málefni með því að fara inn á vefsíðu CharityShirts og eiga möguleika á að vinna treyjuna hans Guðlaugs Victors fyrir aðeins 1000 kr.. Dreginn verður út vinningshafi í leiknum þriðjudaginn 16 október kl. 19:00!

Hingað til hefur tekist að selja sex aðrar treyjur frá fótboltamönnum þar sem Rúrik Gíslason og Sif Atladóttir náðu að safna mestum pening.

Sif Atladóttir - 90.000kr til Krabbameinsfélagsins
Rúnar Alex Rúnarsson - 47.000kr til Styrktarfélags Krabbameinssjúkra Barna
Kári Árnason - 39.000kr til Barnaspítalasjóð Hringsins
Andri Rúnar Bjarnason 62.000kr til Parkinson samtakana.
Aron Jóhannsson 32.000kr til Barnaspítalasjóð Hringsins.
Rúrik Gíslason 177.000kr til Konukots.

Því hafa 447.000kr safnast til góðgerðarmála í heildina.
Athugasemdir
banner
banner
banner