Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 08. október 2018 10:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Klopp er alls ekki aðdáandi Þjóðadeildarinnar
Mynd: Getty Images
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, er ekki mikill aðdáandi Þjóðadeildarinnar sem nýlega var sett á laggirnar.

Þjóðadeildin er keppni sem búin var til að taka við af vináttulandsleikjum og er henni skipt upp í fjórar deildir með 55 landsliðum, A-D. Eftir frábæran árangur síðustu ára er Ísland með stóru strákunum í A-deildinni.

Það er hægt að komast upp úr deildum og falla úr þeim.

Staðan í Þjóðadeildinni mun svo úrskurða um niðurröðun fyrir undankeppni EM og HM í framtíðinni. Þá er hægt að vinna sér inn sæti í lokakeppni EM í gegnum Þjóðadeildina en um er að ræða varaleið fyrir lið sem ná ekki að komast áfram í gegnum undankeppni EM.

Klopp er ekki mikill aðdáandi og segir hann keppnina tilgangslausa.

„Því miður fara strákarnir í burtu núna og þurfa að spila leiki í Þjóðadeildinni - tilgangslaustu keppni sem til er í fótbolta" sagði Klopp eftir markalaust jafntefli gegn Manchester City í gær.

„Við verðum að byrja að hugsa um leikmennina," sagði Klopp en hann hefði verið til í að fá frí fyrir nokkra af sínum leikmönnum.

Ísland spilar vináttulandsleik við Frakkland og svo gegn Sviss í Þjóðadeildinni. Ísland hefur nú þegar leikið tvo leiki í Þjóðadeildinni og tapað þeim báðum með stórum mun.
Athugasemdir
banner
banner
banner