banner
   fim 11. október 2018 12:00
Arnar Helgi Magnússon
Pogba kaupir meistarahringa handa liðsfélögum sínum
Mynd: Getty Images
Það er sjaldan lognmolla í kringum Paul Pogba leikmann Manchester United og franska landsliðsins í fótbolta.

Paul Pogba og mikill aðdáandi NBA-deildarinnar og hefur nokkrum sinnum birt myndir og myndbönd á Instagram þegar hann fylgist með leikjum í NBA-deildinni.

Eftir að Frakkar tryggðu sér Heimsmeistaratitilinn í sumar hefur Pogba brugðið á það ráð að panta meistarahringa fyrir liðsfélaga sína.

Hefð er fyrir því að sigurvegarar NBA-deildarinnar fái meistarahring en svo dæmi sé tekið á Michael Jordan sex meistarahringa.

Antoine Griezmann fékk hugmyndina og ákvað Pogba að framkvæma hana. Sergio Ramos hefur talað fyrir því að fá meistarahringa í stað þess að fá medalíur.

Verð hringanna hefur ekki verið gefið upp en ætla má þetta muni kosta dágóða summu þar sem að hver og einasti hringur er þakinn demöntum.
Athugasemdir
banner
banner
banner