Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 11. október 2018 18:00
Arnar Helgi Magnússon
Fórnarlamba minnst er Ítalía og Úkraína mættust í Genoa
Frá leikvangnum í gær.
Frá leikvangnum í gær.
Mynd: Getty Images
Ítalía og Úkraína mættust í æfingaleik í borginni Genoa á Ítalíu í gær. Leiknum lauk með 1-1 jafntefli sem þýðir það að ítalska liðið hefur unnið tvo af síðustu tólf leikjum sínum.

Tilfinningar báru nokkra áhorfendur ofurliði á leiknum í gær en fyrir leikinn og á meðan leiknum stóð var fórnarlamba brúarslyssins hörmulega minnst.

43 létust þegar Morandi brúin hrundi þann 14. ágúst í Genoa. 200 metra hluti brúarinnar hrundi þá mjög skyndilega og allt fólk sem á brúnni var er talið hafa týnt lífi.

Leikurinn var stöðvaður á 43. mínútu og stóðu allir áhorfendur, þjálfarar, varamenn upp og klöppuðu í mínútu til þess að heiðra minningu þeirra sem að létu lífið.

Báðir þjálfarar liðanna, Roberto Mancini og Andriy Shevchenko höfðu báðir orð á því eftir leikinn að andrúmsloftið einkennst af miklum tilfinningarússíbana.

Á svona erfiðum stundum standa allir saman, sama frá hvaða landi þeir eru. Svona hörmungar hafa áhrif á heimsbyggðina. Það er erfitt að koma því í orð hversu hryllilegur þessi atburður er," sagði Shevchenko eftir leikinn.



Athugasemdir
banner
banner