Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   fös 12. október 2018 07:30
Ívan Guðjón Baldursson
Lothar Matthäus kennir leikmönnum um slæmt gengi
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
Byrjun FC Bayern undir stjórn Niko Kovac hefur ekki verið góð. Eftir fjóra sigra í fyrstu fjórum umferðunum byrjaði liðið að misstíga sig og er núna í 6. sæti deildarinnar, 4 stigum frá toppnum.

Lothar Matthäus, goðsögn hjá FC Bayern, vill frekar skella skuldinni á ákveðna leikmenn félagsins heldur en stjórann.

Matthäus tekur James Rodriguez sérstaklega fyrir, en kólumbíski miðjumaðurinn er á lánssamning út tímabilið. James var einnig hjá Bayern á síðasta tímabili en virðist óánægður eftir þjálfaraskiptin.

„Vandamálið hjá Bayern er að þar eru of margir leikmenn sem eru bara að hugsa um sjálfa sig. James er einn þeirra, hann telur sjálfan sig vera mikilvægari en klúbbinn og kvartar svo þegar hann fær ekki spilatíma," sagði Matthäus.

„Þetta er eigingjörn hegðun og vanvirðing í garð þjálfarans, félagsins og liðsfélaganna."

James hefur aðeins byrjað þrjá af sjö deildarleikjum Bayern hingað til og byrjaði í báðum tapleikjunum. Ólíklegt er að hann byrji í næsta leik eftir landsleikjahlé, á útivelli gegn Wolfsburg.
Athugasemdir
banner
banner