Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 11. október 2018 17:30
Ívan Guðjón Baldursson
Gian Piero Ventura tekinn við Chievo (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Gian Piero Ventura hefur verið ráðinn sem nýr þjálfari Chievo og er þetta hans fyrsta starf síðan hann var rekinn frá ítalska landsliðinu.

Ventura varð þá fyrsti þjálfari sögunnar til að koma ítalska landsliðinu ekki á HM, en liðið tapaði afar óvænt fyrir Svíþjóð í umspilinu.

Fyrir það hafði Ventura gert góða hluti hjá Torino og verið í því starfi í fimm ár.

„Ég þrái að sanna mig á nýjan leik og er hungraður í árangur. Okkar bíður erfitt verkefni og við þurfum að gera okkar allra besta til að halda okkur í Serie A," sagði hinn 70 ára gamli Ventura.

„Liðið fór af stað með þrjú mínusstig sem gerir þetta verkefni ennþá erfiðara."
Athugasemdir
banner
banner
banner