Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 11. október 2018 19:00
Ívan Guðjón Baldursson
Ndong þarf að greiða 4 milljónir í miskabætur
Mynd: Getty Images
Miðjumaðurinn Dider Ndong hefur verið dæmdur til að greiða Sunderland 4 milljónir evra í miskabætur.

Sunderland féll niður í ensku C-deildina á síðasta tímabili og reyndi að selja Ndong til að minnka launakostnað.

Torino var reiðubúið að kaupa leikmanninn fyrir 8 milljónir evra en félagaskiptin gengu ekki í gegn því umboðsmaður Ndong heimtaði eina milljón fyrir sinn þátt í samningsviðræðunum, sem þótti alltof há upphæð.

Þegar undirbúningstímabilið fór af stað var Ndong á sínum stað á æfingum en þegar tók að líða á sumarið hætti hann að mæta og lét svo ekki sjá sig þegar tímabilið hófst. Félagið ákvað að reka hann í kjölfarið.

Ndong hefur verið dæmdur til að greiða 4 milljónir evra í miskabætur til Sunderland um leið og hann finnur sér nýtt félag. Samningur hans við Sunderland hefði ekki runnið út fyrr en 2021.

Ndong var keyptur til Sunderland fyrir tveimur árum og kostaði þá 13 milljónir punda. Ndong er 24 ára gamall og á 18 landsleiki að baki fyrir Gabon.
Athugasemdir
banner
banner