Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 11. október 2018 20:00
Ívan Guðjón Baldursson
Salah ekki kærður fyrir að vera í símanum undir stýri
Mynd: Getty Images
Liverpool klagaði Mohamed Salah til lögreglunnar eftir að mynd af honum birtist á samfélagsmiðlum þar sem hann var í símanum undir stýri.

Lögreglan hefur ákveðið að fara ekki lengra með málið og fær Salah því ekki sekt fyrir athæfið.

Bifreið stórstjörnunnar var umkringd börnum eftir 4-0 sigur gegn West Ham. Sumir foreldrarnir voru ósáttir með að Salah hafi ekki verið með augun á veginum og sýnt um leið slæmt fordæmi.

Talsmaður lögreglunnar segir að búið sé að ræða við Salah vegna málsins og hann hafi verið upplýstur um reglur varðandi símanotkun við stýri. Ekki séu nægilega mörg sönnunargögn til að fara lengra með málið.
Athugasemdir
banner
banner
banner