banner
   fös 12. október 2018 08:00
Ívan Guðjón Baldursson
Gascoigne fær ekki að vera í skosku frægðarhöllinni
Mynd: Getty Images
Paul Gascoigne átti að vera innlimaður í skosku frægðarhöllina 21. október en nú hefur verið hætt við vegna neikvæðrar ímyndar knattspyrnumannsins fyrrverandi.

Ekki náðist samþykki á milli stjórnarmanna skoska knattspyrnusambandsins, en Gascoigne hefði orðið annar Englendingurinn til að vera innleiddur í skosku frægðarhöllina eftir Terry Butcher.

„Sérstök nefnd frægðarhallarinar hefur ákveðið að hætta við innlimun Paul Gascoigne af ýmsum ástæðum. Áhyggjur vegna heilsu hans og nýlegt kærumál gegn honum réðu ákvörðuninni," segir meðal annars í yfirlýsingu.

Gascoigne hefur komist í fjölmiðla fyrir heimilisofbeldi, kynþáttafordóma og nú nýlega var hann handtekinn fyrir kynferðislega áreitni í lest.

Gascoigne var lykilmaður í liði Rangers í nokkur ár og var valinn besti leikmaður skosku deildarinnar 1995.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner