fim 11. október 2018 21:22
Ívan Guðjón Baldursson
Vináttulandsleikir: Argentína og Spánn skoruðu fjögur
Paco Alcacer er markavél.
Paco Alcacer er markavél.
Mynd: Getty Images
Wales mætti Spánverjum í æfingaleik í dag á meðan Argentína heimsótti Írak.

Stórþjóðirnar tefldu báðar fram tilraunakenndum liðum og uppskáru frábær úrslit.

Paco Alcacer hefur verið í fantaformi það sem af er tímabils og skoraði hann tvennu á fyrsta hálftímanum gegn Walesverjum.

Miðverðirnir Sergio Ramos og Marc Bartra skoruðu sitt hvort markið áður en Sam Vokes, liðsfélagi Jóhanns Bergs Guðmundssonar hjá Burnley, klóraði í bakkann á lokamínútunum.

Allir markaskorarar Argentínu gerðu sín fyrstu mörk fyrir þjóðina gegn Írak. Þar á meðal eru Lautaro Martinez, ungstirni hjá Inter, og Roberto Pereyra, einn af burðarstólpum Watford.

Wales 1 - 4 Spánn
0-1 Paco Alcacer ('8 )
0-2 Sergio Ramos ('19 )
0-3 Paco Alcacer ('29 )
0-4 Marc Bartra ('74 )
1-4 Sam Vokes ('89 )

Írak 0 - 4 Argentína
0-1 Lautaro Martinez ('18 )
0-2 Roberto Pereyra ('54 )
0-3 German Pezzella ('82 )
0-4 Franco Cervi ('90 )

Tyrkland 0 - 0 Bosnía
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner