Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
   fim 11. október 2018 22:31
Elvar Geir Magnússon
Rúnar Már: Þetta voru alltof ýkt viðbrögð
Icelandair
Rúnar Már var öflugur í kvöld. Hér tæklar hann Mbappe og í kjölfarið sauð allt uppúr.
Rúnar Már var öflugur í kvöld. Hér tæklar hann Mbappe og í kjölfarið sauð allt uppúr.
Mynd: Fótbolti.net - Daníel Rúnarsson
Rúnar Már Sigurjónsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, var svekktur eftir 2-2 jafntefli gegn heimsmeisturum Frökkum í kvöld en leikurinn fór fram í Guingamp.

Lestu um leikinn: Frakkland 2 -  2 Ísland

Birkir Bjarnason kom íslenska liðinu yfir áður en Kári Árnason bætti við öðru með skalla. Kylian Mbappe var kynntur til sögunnar um miðjan síðari hálfleikinn og hafði hann mikil áhrif á leikinn.

Hann skoraði úr vítaspyrnunni sem jafnaði leikinn en undir lok leiks var mikill hiti milli liðanna og virtist allt ætla að sjóða upp úr en Rúnar kippti sér lítið upp við þetta.

„Ég held að þeir hafi gert meira úr þessu en þetta var. Ég var ekki að fara að hleypa honum neitt, kannski af því þetta gerðist fyrir framan bekkinn þeirra og þetta var þessi leikmaður. Það var einhver æsingur þarna, tók svona minnst eftir því sjálfur þar sem ég lá allan tímann. Gult spjald og áfram gakk," sagði Rúnar við Fótbolta.net

„Gríðarlega svekkjandi að vinna ekki þennan leik. Fyrri hálfleik vorum við mjög flottir og svo koma þeir með sinn sóknarþunga. Sjálfsmark og víti sem ég sá ekki hvernig var en við sýndum hungur og karakter."

Mikil gagnrýni hefur verið á íslenska liðinu undanfarið eftir stórtöp gegn Belgíu og Sviss í Þjóðadeildinni en liðið sýndi í kvöld að þetta er langt frá því að vera búið.

„Við erum á útivelli á móti heimsmeisturunum og það segir kannski sitt. Þessar gagnrýnisraddir eru fljótar að koma og liðið var á HM fyrir ekki svo löngu. Maður virðir allar skoðanir en þetta lið er ekkert búið."

Rúnar hefur fengið tækifæri í síðustu tveimur leikjum og er hann mjög þakklátur fyrir það og nýtir þau vel.

„Mér líður mjög vel og búinn að bíða lengi eftir tækifærinu og það hefur komið í síðustu tveimur leikjum. Það er leikur aftur á mánudaginn sem við erum spenntir fyrir," sagði hann í lokin.

Hægt er að sjá viðtalið í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner