Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 11. október 2018 23:21
Ívan Guðjón Baldursson
Deschamps: Augljóst að við getum gert betur
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Didier Deschamps var ekki sérstaklega ánægður með sína menn eftir 2-2 jafntefli í vináttulandsleik gegn Íslandi fyrr í kvöld.

Heimsmeistararnir bjuggust við sigri á heimavelli og telur Deschamps þetta hafa verið mikilvæga kennslustund fyrir sína menn.

„Við mættum ekki með rétt hugarfar í leikinn og það vantaði uppá hreyfingu og hraða hjá okkur þrátt fyrir að hafa verið mikið með boltann. Það er nokkuð ljóst að við getum gert betur en þetta," sagði Deschamps að leikslokum.

„Mbappe byrjaði ekki því hann er að glíma við smávægilegt vandamál í læri. Þetta var mikilvægur hálftími fyrir hann og ætti að gera honum kleift að leikinn gegn Þjóðverjum á þriðjudaginn.

„Ég get ekki sagt að mér hafi líkað við þennan leik en við drögum lexíu af þessu. Við getum ekki alltaf verið uppá okkar besta."


Ísland var betri aðilinn stóran hluta leiksins og leiddi með tveimur mörkum fram að 86. mínútu.
Athugasemdir
banner
banner
banner