banner
fös 12.okt 2018 06:00
Ívan Guđjón Baldursson
Lokahóf hjá ÍBV, Fylki, Fjölni og Magna
watermark Ólafur Ingi var afar mikilvćgur í fallbaráttunni.
Ólafur Ingi var afar mikilvćgur í fallbaráttunni.
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
watermark Bjarni var bestur og efnilegastur hjá Magna.
Bjarni var bestur og efnilegastur hjá Magna.
Mynd: Fótbolti.net - Sćvar Geir Sigurjónsson
Ţrjú félög sem léku í Pepsi-deild karla í sumar héldu lokahóf á dögunum og verđlaunuđu sína bestu leikmenn.

Almarr Ormarsson var valin besti leikmađur Fjölnis sem féll úr Pepsi-deildinni međ 19 stig úr 22 leikjum. Birnir Snćr Ingason var markahćstur.

Valgeir Lunddal Friđriksson var valinn efnilegasti mađur liđsins en hann varđ 17 ára gamall undir lok september. Hann varđ einnig bikarmeistari međ 2. flokki í sumar.

Valgeir kom viđ sögu í 12 meistaraflokksleikjum og spilađi sem hćgri bakvörđur. Valgeir er ţegar orđinn 190cm á hćđ og á framtíđina fyrir sér.

Fylkir bjargađi sér frá falli og var hinn ţaulreyndi Ólafur Ingi Skúlason ţar í lykilhlutverki. Hann var valinn bestur og Aron Snćr Friđriksson efnilegastur.

Kvennaliđ Fylkis rúllađi yfir Inkasso-deildina og var Berglind Rós Ágústsdóttir besti leikmađur liđsins. Bryndís Arna Níelsdóttir var kjörin efnilegust.

Hjá ÍBV, sem endađi um miđja deild, var David Atkinson bestur og Sigurđur Arnar Magnússon efnilegastur. Halldór Páll Geirsson var kjörinn mikilvćgastur og var Gunnar Heiđar Ţorvaldsson markahćstur.

Ţjálfarar bćđi karla- og kvennaliđs ÍBV yfirgáfu félagiđ í sumar. Kristján Guđmundsson og Jón Ólafur Daníelsson hćttu međ karlaliđiđ og Ian Jeffs međ kvennaliđiđ.

Cloe Lacasse var markahćst og best í kvennaliđinu, sem endađi um miđja deild. Clara Sigurđardóttir var efnilegust og Adrienne Jordan mikilvćgust.

Magni, sem bjargađi sér frá falli úr Inkasso-deildinni á ćvintýralegan hátt, kaus Bjarna Ađalsteinsson sem besta og efnilegasta leikmann liđsins. Hann lék alla 22 leikina og var liđinu afar mikilvćgur.

Gunnar Örvar Stefánsson var markahćstur og var Reimar Helgason valinn Magnamađur ársins, en hann hefur nú störf sem framkvćmdastjóri Ţórs.


Pepsi-deild karla
Fjölnir:
Bestur: Almarr Ormarsson
Efnilegastur: Valgeir Lunddal Friđriksson

Fylkir:
Bestur: Ólafur Ingi Skúlason
Efnilegastur: Aron Snćr Friđriksson

ÍBV:
Bestur: David Atkinson
Efnilegastur: Sigurđur Arnar Magnússon


Pepsi-deild kvenna
ÍBV:
Best: Cloe Lacasse
Efnilegust: Clara Sigurđardóttir


Inkasso-deild karla
Magni:
Bestur: Bjarni Ađalsteinsson
Efnilegastur: Bjarni Ađalsteinsson


Inkasso-deild kvenna
Fylkir:
Best: Berglind Rós Ágústsdóttir
Efnilegust: Bryndís Arna Níelsdóttir
Athugasemdir
banner
Nýjustu fréttirnar
Jóhann Már Helgason
Jóhann Már Helgason | mán 15. október 09:30
Elvar Geir Magnússon
Elvar Geir Magnússon | fös 12. október 08:25
Elvar Geir Magnússon
Elvar Geir Magnússon | fim 04. október 17:10
Elvar Geir Magnússon
Elvar Geir Magnússon | fim 27. september 13:10
Elvar Geir Magnússon
Elvar Geir Magnússon | miđ 15. ágúst 14:18
Elvar Geir Magnússon
Elvar Geir Magnússon | fös 03. ágúst 09:45
Ađsendir pistlar
Ađsendir pistlar | lau 28. júlí 07:00
Björn Már Ólafsson
Björn Már Ólafsson | fim 05. júlí 17:22
ţriđjudagur 16. október
Landsliđ - U-21 karla EM 2019
16:45 Ísland-Spánn
Floridana völlurinn
fimmtudagur 15. nóvember
A-karla Ţjóđadeildin 2018
19:45 Belgía-Ísland
Koning Boudewijn Stadion
sunnudagur 18. nóvember
A-karla Ţjóđadeildin 2018
19:45 Sviss-Belgía