Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 12. október 2018 10:00
Ívan Guðjón Baldursson
Vináttulandsleikir: Kólumbía og Mexíkó höfðu betur í markaleikjum
Mynd: Getty Images
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það fóru tveir vináttulandsleikir fram í nótt þar sem Bandaríkin töpuðu fyrir Kólumbíu og Mexíkó hafði betur gegn Kosta Ríka.

Aron Jóhannsson var ekki í hóp hjá Bandaríkjunum enda hefur hann verið að glíma við meiðsli allt tímabilið.

James Rodriguez gerði eina mark fyrri hálfleiksins með stórkostlegu einstaklingsframtaki þar sem hann dansaði framhjá varnarmönnum áður en hann skrúfaði boltann snyrtilega í fjærhornið.

Kenny Saief jafnaði fyrir Bandaríkin snemma í síðari hálfleik með fyrsta skoti þeirra á rammann og kom Bobby Wood þeim yfir með marki eftir skyndisókn skömmu síðar.

Þetta reyndust einu skot Bandaríkjanna á rammann í leiknum, en Kólumbía sótti án afláts eftir að hafa lent undir.

Sóknarþunginn borgaði sig strax því Carlos Bacca náði að jafna og kom Radamel Falcao sínum mönnum yfir áður en Miguel Borja gerði út um leikinn með fallegri klippu eftir góða sendingu frá James.

Joel Campbell kom Kosta Ríka yfir gegn Mexíkó en Victor Guzman jafnaði skömmu síðar. Bryan Ruiz kom Kosta Ríka aftur yfir með marki úr vítaspyrnu skömmu fyrir leikhlé.

Henry Martin jafnaði fyrir Mexíkó með skallamarki snemma í síðari hálfleik, áður en Raul Jimenez gerði sigurmarkið úr vítaspyrnu.

Bandaríkin 2 - 4 Kólumbía
0-1 James Rodriguez ('36)
1-1 Kenny Saief ('50)
2-1 Bobby Wood ('53)
2-2 Carlos Bacca ('56)
2-3 Radamel Falcao ('74)
2-4 Miguel Borja ('79)

Mexíkó 3 - 2 Kosta Ríka
0-1 Joel Campbell ('29)
1-1 Victor Guzman ('33)
1-2 Bryan Ruiz ('44, víti)
2-2 Henry Martin ('56)
3-2 Raul Jimenez ('71, víti)
Athugasemdir
banner
banner
banner