fös 12. október 2018 07:53
Elvar Geir Magnússon
Guðlaugur Victor meiddist - Rúnar Alex átti að spila allan leikinn
Icelandair
Guðlaugur Victor verður ekki með gegn Sviss á mánudag.
Guðlaugur Victor verður ekki með gegn Sviss á mánudag.
Mynd: Fótbolti.net - Daníel Rúnarsson
Guðlaugur Victor Pálsson tognaði aftan í læri þegar hann elti Kylian Mbappe í 2-2 jafnteflinu gegn Frakklandi í gær.

Guðlaugur Victor, sem kom inn sem varamaður í leiknum, verður væntanlega frá í 2-3 vikur en þetta kemur fram á mbl.is.

Guðlaugur Victor missir af Þjóðadeildarleiknum gegn Sviss á mánudaginn en Erik Hamren, landsliðsþjálfari, býst við því að aðrir í hópnum verði klárir í slaginn.

Fram kemur á Vísi að markvörðurinn Rúnar Alex Rúnarsson hafi verið tekinn af velli í hálfleik vegna bakmeiðsla. Hann hafi átt að spila allan leikinn.

Birkir Már Sævarsson fór einnig meiddur af velli og þá voru Sverrir Ingi Ingason og Emil Hallfreðsson ekki í hóp. Sverrir var veikur og Emil meiddur. Eins og áður sagði þá vonast Hamren til að Rúnar Alex, Birkir Már, Sverrir og Emil verði allir klárir á mánudag.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner