Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 12. október 2018 12:30
Ívan Guðjón Baldursson
Eden Hazard bestur í september
Mynd: Getty Images
Eden Hazard hefur verið valinn sem besti leikmaður september mánaðar í ensku úrvalsdeildinni.

Hazard hefur verið í algjöru lykilhlutverki hjá Chelsea og er markahæstur í deildinni með 7 mörk og 3 stoðsendingar eftir 8 umferðir.

Hann skoraði þrennu gegn Cardiff í september auk þess sem hann gerði eina mark liðsins í 1-1 jafntefli gegn Liverpool og innsiglaði 2-0 sigur gegn Bournemouth.

Það kemur á óvart að þetta er aðeins í annað skipti sem Hazard er besti leikmaður mánaðarins, fyrsta skiptið var í október 2016. Lucas Moura, kantmaður Tottenham, var bestur í ágúst.

Chelsea er á toppi deildarinnar ásamt Manchester City og Liverpool með 20 stig. Arsenal og Tottenham fylgja á eftir með 18 stig.




Athugasemdir
banner
banner
banner