Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 12. október 2018 15:00
Ívan Guðjón Baldursson
Genoa vill 50 milljónir fyrir Piatek
Mynd: Getty Images
Ítalskir fjölmiðlar greina frá því að Genoa hefur skellt 50 milljón evra verðmiða á pólska sóknarmanninn Krzysztof Piatek.

Orðrómur er á kreiki um að Genoa hafi þegar hafnað 25 milljónum evra frá Napoli.

Piatek er búinn að gera 13 mörk í 8 leikjum frá komu sinni til Genoa og skoraði sitt fyrsta landsliðsmark fyrir Pólland á dögunum.

Piatek, sem er aðeins 23 ára gamall, er markahæstur á upphafi tímabils í ítalska boltanum. Genoa borgaði 4.5 milljónir evra fyrir hann.

Genoa er í tólfta sæti í ítölsku deildinni og er Piatek búinn að gera níu af tólf mörkum liðsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner