Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 12. október 2018 16:30
Ívan Guðjón Baldursson
Milan tapaði 126 milljónum evra á einu ári
Mynd: Getty Images
Li Yonghong keypti AC Milan 1. júlí 2017. Hann fékk lánaðan pening úr bandarískum vogunarsjóð og ætlaði að gera félagið samkeppnishæft í baráttunni um Ítalíumeistaratitilinn.

Milan eyddi yfir 175 milljónum evra yfir sumarið til að fá menn á borð við Leonardo Bonucci, Andre Silva og Hakan Calhanoglu til sín. Leikmannakaupin báru ekki tilætlaðan árangur og endaði liðið í sjötta sæti deildarinnar.

Þegar ársreikningur félagsins er skoðaður kemur í ljós að Milan tapaði 126 milljónum evra á rekstrarárinu, sem er 50 milljónum meira en ári fyrr.

Li sá sér ekki fært um að endurgreiða lánið til Elliott Management vogunarsjóðsins, sem tók við eignarhaldi á félaginu í staðinn.

Milan hefur farið þokkalega af stað á nýju tímabili og er aðeins búið að tapa einum af fyrstu sjö deildarleikjunum.

Nýir eigendur fengu menn á borð við Gonzalo Higuain, Mattia Caldara og Samu Castillejo til félagsins í sumar.
Athugasemdir
banner