Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
   mán 15. október 2018 09:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hólmar Örn: Þurfum að sýna að þetta hafi verið slys
Icelandair
Hólmar Örn á landsliðsæfingu.
Hólmar Örn á landsliðsæfingu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hólmar Örn Eyjólfsson, varnarmaður íslenska landsliðsins, ræddi við Fótbolta.net um helgina, í aðdraganda leiksins gegn Sviss í Þjóðadeildinni.

Leikurinn er í kvöld og fer fram er á Laugardalsvelli en þegar liðin mættust í St. Gallen í Sviss í síðasta mánuði þá vann Sviss 6-0 sigur. Íslendingar ætla að hefna fyrir þetta stóra tap.

„Við eigum harma að hefna, við þurfum að sýna að þetta hafi verið slys sem gerðist síðast. Þeir eru helvíti góðir en við erum það líka. Við förum inn í þennan leik fullir sjálfstrausts, sérstaklega eftir seinasta leik (gegn Frakklandi)," sagði Hólmar.

„Ég held að það þurfi ekki að mótívera menn sérstaklega til að sýna og sanna að síðasti leikur hafi verið frávik."

Hólmar Örn spilaði sem hægri bakvörður í vináttulandsleiknum gegn Frakklandi síðasta fimmtudag. Hann er hugsaður sem kostur í þá stöðu hjá íslenska landsliðinu.

„Ég spila ekki mikið þarna hjá mínu félagsliði og hef ekki gert seinustu sex árin. Þetta er töluvert öðruvísi staða. Birkir er númer eitt. Ég spila þar sem ég er settur."

Það gengur vel hjá Hólmari út í Búlgaríu þar sem hann leikur með Levski Sofia. Levski er á toppi búlgörsku úrvalsdeildarinnar og hefur Hólmar skorað eitt mark í níu leikjum. Varnarleikurinn er einn helsti styrkleiki liðsins.

„Við erum á toppnum og reynum að halda okkur þar, við eigum leik gegn Ludogorets um næstu helgi. Þeir eru hrikalega sterkir. Ef við getum unnið þann leik er það gott fyrir restina af tímabilinu."

Viðtalið er í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner