banner
   mán 15. október 2018 07:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Leon Bailey neitaði að spila fyrir Jamaíka
Bailey í leik með Leverkusen.
Bailey í leik með Leverkusen.
Mynd: Getty Images
Leon Bailey, kantmaður Bayer Leverkusen í Þýskalandi, mun ekki spila sinn fyrsta landsleik fyrir Jamaíka fyrr en bróðir hans verður kallaður upp í landsliðið líka.

Bailey, sem þykir mjög efnilegur, var valinn í landslið Jamaíka á dögunum. Hann gat valið að spila fyrir stórar þjóðir eins og England, Belgíu og Þýskaland en hann virtist hafa valið Jamaíku þegar hann samþykkti landsliðskall frá þjóðinni á dögunum, fyrir leik gegn Bonaire í undankeppni Gullbikarsins.

Bailey spilaði hins vegar ekki leikinn, hann neitaði að gera það.

Bailey hafði náð samkomulagi við knattspyrnusamband Jamaíka um að yngri bróðir hans yrði líka valinn í landsliðið en bróðir hans, Kyle Butler, fékk ekki kallið strax - hann var þess í stað látinn fara í gegnum reynsluferli.

Butler, sem er tvítugur, spilar fyrir FC Juniors OÖ í Austurríki, en liðið er í B-deildinni þar í landi.

Bailey mun bara spila fyrir Jamaíka þegar bróðir hans verður valinn í landsliðið.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner