Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   mán 15. október 2018 10:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Shaqiri: Við þurfum ekki Lukaku
Icelandair
Shaqiri á landsliðsæfingu.
Shaqiri á landsliðsæfingu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Xherdan Shaqiri, leikmaður Sviss, var spurður að því á fréttamannafundi í gær hvort svissneska landsliðinu vantaði ekki sóknarmann í heimsklassa, leikmann eins og til dæmis Romelu Lukaku.

Lukaku skoraði bæði mörk Belgíu í 2-1 sigri á Sviss í Þjóðadeildinni á föstudag.

Í landsliðshópi Sviss eru sóknarmenn eins og Haris Seferovic og Mario Gavranovic en þetta eru leikmenn sem geta lent í miklu basli með að skora fótboltamörk.

Markahæsti leikmaðurinn í svissneska hópnum, Shaqiri, hefur þó ekki áhyggjur.

„Við erum með marga góða sóknarmenn og sóknarsinnaða leikmenn, við erum með mikil gæði í liðinu og það geta allir skorað mörk. Framtíðin er björt. Þið fjölmiðlar, þið þurfið ekki að hafa áhyggjur," sagði Shaqiri á blaðamannafundinum.

„Það er erfitt að skora gegn liði eins og Belgíu. Við verðum að nýta þau færi sem við fáum í dag."

Sviss spilar við Ísland í dag, í Þjóðadeildinni. Leikurinn fer fram á Laugardalsvelli og hefst klukkan 18:45.
Athugasemdir
banner
banner