Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mán 15. október 2018 15:30
Elvar Geir Magnússon
Southgate segir Spán vera heitasta lið heims
Southgate, landsliðsþjálfari Englands.
Southgate, landsliðsþjálfari Englands.
Mynd: Getty Images
Spánn og England mætast í Þjóðadeildinni í kvöld en Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, segir að erfiðasta verkefni sem landslið geti mætt í dag sé að spila gegn spænska landsliðinu.

Southgate hrósar þjálfara Spánar, Luis Enrique.

„Þeir eru með aðeins breyttan leikstíl. Þeir eru með nýjan þjálfara, toppþjálfara. Það sést hvaða breytingar hann er að gera á liðinu. Þeir eru beinskeyttari og það eru fleiri hraðir leikmenn í sóknarlínunni," segir Southgate.

„Saul fer mun meira inn í teiginn en áður. Leikstíllinn og hugmyndafræðin er mjög svipuð en taktíkin er önnur. Það er meiri hætta á síðasta þriðjungi. Þetta er stærsta prófraun sem þú getur fengið í Evrópu, ef ekki heimsfótboltanum, sem stendur."
Athugasemdir
banner
banner