Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mán 15. október 2018 14:40
Fótbolti.net
Íslenskur slúðurpakki #3
Frederik Schram er orðaður við FH.
Frederik Schram er orðaður við FH.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fer Haukur Heiðar aftur í KA?
Fer Haukur Heiðar aftur í KA?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gonzalo Zamorano til ÍA?
Gonzalo Zamorano til ÍA?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tekur Páll Einarsson við Fram?
Tekur Páll Einarsson við Fram?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðjón Þórðarson er orðaður við Kórdrengi.
Guðjón Þórðarson er orðaður við Kórdrengi.
Mynd: Fótbolti.net - Hrafnhildur Heiða Gunnlaugsdóttir
Íslensku slúðurpakkarnir vekja alltaf athygli. Við birtum fyrsta pakkann þetta tímabilið í september og svo kom annar pakki í byrjun október. Það er komið að þeim þriðja.

Slúðurpakkinn er einungis til gamans og ef menn hafa ábendingar varðandi pakkann eða um slúður hafið þá samband á [email protected].

Valur: Dion Acoff er samningsbundinn Val út næsta tímabil en hann hefur þó áhuga á að reyna fyrir sér í annarri deild í Skandinavíu ef möguleiki er. Valsmenn hafa áhuga á Callum Williams, varnarmanni KA, en Orri Sigurður Ómarsson gæti komið heim í Val. Þá hafa Valsmenn rætt við Björn Daníel Sverrisson en AGF vill ekki sleppa honum.

Breiðablik: Breiðablik er eitt af mörgum félögum sem vilja fá færeyska landsliðsmanninn Kaj Leó í Bartalsstovu frá ÍBV. Kaj Leó skoðar sín mál eftir landsleikjagluggann. Blikar hafa einnig áhuga á að fá Viktor Karl Einarsson heim en hann er nú að spila í sænsku B-deildinni.

Stjarnan: Þorri Geir Rúnarsson er í viðræðum um nýjan samning.

KR: KR-ingar vilja yngja í leikmannahópi sínum og er Fjölnismaðurinn Ægir Jarl Jónasson meðal þeirra sem nefndir eru.

FH: Háværar sögur eru um nýjan markvörð í Kaplakrika og nú er nafn landsliðsmarkvarðarins Frederik Schram, sem spilar í Hróarskeldu, í umræðunni. FH vill fá Björn Daníel heim en erfitt verður að losa hann frá AGF. Brynjar Ásgeir Guðmundsson gæti komið aftur í Krikann.

ÍBV: Ian Jeffs gæti orðið aðstoðarmaður Pedro Hipólito. Portúgalinn er tilbúinn með erlenda leikmenn sem hann ætlar að fá til Vestmannaeyja.

KA: KA-menn setja allt púður í að fá varnarmanninn Hauk Heiðar Hauksson frá AIK aftur heim. Ævar Ingi Jóhannesson í Stjörnunni, Viktor Jónsson í Þrótti og Almarr Ormarsson í Fjölni eru allir á óskalistanum. Þá ætlar KA að gera aðra tilraun til að fá Guðjón Pétur Lýðsson. Archie Nkumu er á förum frá KA og hefur áhuga á að spila á höfuðborgarsvæðinu. Sveinn Þór Steingrímsson þjálfari Dalvíkur/Reynis er að taka við sem aðstoðarþjálfari hjá KA.

Fylkir: Hinn 18 ára Dagur Dan Þórhallsson er líklega á leið í Árbæinn. Dagur spilaði sem krakki með yngri flokkum Fylkis en var með Keflavík á síðasta tímabili. Árbæingar horfa einnig til Óttars Bjarna Guðmundssonar sem var í Stjörnunni. Þá mun Helgi Valur Daníelsson vera áfram.

Víkingur R.: Ásgeir Börkur Ásgeirsson, sem er farinn frá Fylki, gæti mætt í Fossvoginn og þá hefur félagið áhuga á að fá danska sóknarmanninn Tobias Thomsen og Almarr Ormarsson.

Grindavík: Tufa bíður mjög erfitt verkefni að púsla saman nýju liði. Lykilmenn eru farnir og fleiri að hugsa sér til hreyfings. Milan Stefán Jankovic gæti haldið áfram sem aðstoðarþjálfari í Grindavík og þá er líklegt að Srdjan Rajkovic fari með Tufa sem markvarðaþjálfari. Grindvíkingar vilja fá miðvörðinn Óttar Bjarna Guðmundsson sem er farinn frá Stjörnunni, Ingólf Sigurðsson, leikmann KH og Guðmund Magnússon Framara. Þá gætu Sindri Kristinn Ólafsson markvörður og Sindri Þór Guðmundsson komið frá Keflavík.

Fjölnir: Sagt er að Ægir Jarl sé með klásúlu um að geta rætt við önnur félög en að verðmiðinn á Birni Snæ Ingasyni sé að fæla félög frá. Almarr Ormarsson er laus vill vera áfram í Pepsi-deildinni.

Keflavík: Lítið heyrist af þjálfaramálum Keflavíkur og talað um að Eysteinn Húni Hauksson gæti haldið áfram.

ÍA: Spánverjinn Gonzalo Zamorano fer líklega á Skagann en hann átti gott tímabili með Víkingi Ólafsvík. Þá hafa þeir gulu áhuga á Guðmanni Þórissyni og Archie Nkumu frá KA, Ásgeiri Berki Ásgeirssyni sem er farinn frá Fylki og sóknarmanninum Guðmundi Magnússyni.

HK: HK er eitt af þeim félögum sem vilja fá Guðmund Magnússon og þá er mikill áhugi fyrir því að halda Zeiko Lewis sem var á láni frá FH. Annars er forgangsatriði hjá HK-ingum að styrkja miðjuna og Þorri Geir er á óskalistanum.

Þór: Gregg Ryder er kominn með langan lista yfir leikmenn sem hann telur mögulegt að fá í Þór. Í Þorpinu er vilji til að fá Sigurð Marinó Kristjánsson og Svein Óla Birgisson aftur heim frá Magna.

Víkingur Ólafsvík: Archie Nkumu hjá KA er einnig sagður á óskalista Ólsara.

Þróttur: Þróttarar reyna að fá Aron Bjarnason og Arnþór Ara Atlason heim úr Breiðabliki. Ljóst er að Viktor Jónsson er á förum en hans mál eru ekki komin á hreint.

Leiknir R.: Breiðhyltingar eru farnir að horfa út fyrir landsteinana í þjálfaraleit sinni. Óvíst er hvort Ólafur Hrannar Kristjánsson verði áfram í Breiðholtinu.

Haukur: Hafnfirðingar telja möguleika á að þeir geti krækt í Guðjón Pétur Lýðsson.

Fram: Framarar hafa fengið margar hafnanir í þjálfaraleit sinni, meðal annars frá Sam Tillen sem þjálfar nú 2. flokk FH. Páll Einarsson er orðaður við stöðuna.

Magni: Sveinn Óli Birgisson fer hugsanlega í Þór, Hjörtur Geir Heimisson er líklega á förum og óvissa er með Davíð Rúnar Bjarnason og Baldvin Ólafsson. Grenvíkingar gætu styrkt sig með erlendum leikmönnum en Stefan Lamanna kantmaður Tindastóls er meðal annars á óskalistanum.

Afturelding: Elvar Páll Sigurðsson er á óskalista nýliða Aftureldingar í Inkasso-deildinni en hann hefur ekkert spilað fyrir Leikni síðan í fyrra vegna meiðsla.

Selfoss: Kristófer Páll Viðarsson gæti fært sig um set og þá er markvörðurinn Stefán Logi Magnússon enn ekki ákveðinn í hvað hann ætlar að gera eftir fall Selfyssinga niður í 2. deild. Selfyssingar setja pressu á hann að vera áfram.

Þróttur V.: Þróttarar eru að fá markvörðinn unga Brynjar Atla Bragason á láni frá Njarðvík. Brynjar var í láni hjá Víði Garði í sumar.

Tindastóll: Óvíst er hver þjálfar Tindastól næsta sumar en þjálfaramálin eru í skoðun á Sauðárkróki.

Víðir Garði: Miðjumaðurinn Mehdi Hadraoui er á förum frá Víði. Þá fara lánsmennirnir Ari Steinn Guðmundsson og Fannar Sævarsson aftur í Keflavík.

Kórdrengir: Vinsælasta slúðursagan í dag er að Guðjón Þórðarson, fyrrum landsliðsþjálfari og fyrrum knattspyrnustjóri Stoke, stýri Kórdrengjunum í 3. deildinni næsta sumar.

KF: Ingi Freyr Hilmarsson, vinstri bakvörður Þórs, gæti verið á leið á heimaslóðir í Fjallabyggð.

Skallagrímur: Borgnesingar verða með nýjan þjálfara í 3. deildinni næsta sumar en Yngvi Borgþórsson verður ekki áfram við stjórnvölinn.

KSÍ: Gunnar Borgþórsson er orðaður við aðstoðarþjálfarahlutverk kvennalandsliðsins, undir Jóni Þóri Haukssyni. Arnar Grétarsson og Magni Fannberg eru orðaðir við starf yfirmanns fótboltamála hjá KSÍ, ef það starf verður sett á laggirnar.
Athugasemdir
banner
banner