Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 15. október 2018 15:06
Elvar Geir Magnússon
Enska sambandið segir hegðun stuðningsmanna óboðlega
Frá boltabullulátum enskra stuðningsmanna á EM í Frakklandi fyrir tveimur árum.
Frá boltabullulátum enskra stuðningsmanna á EM í Frakklandi fyrir tveimur árum.
Mynd: Getty Images
Enska knattspyrnusambandið, FA, segir að hegðun hluta af stuðningsmannahópi Englands í aðdraganda Þjóðadeildarleiksins gegn Spáni sé óboðleg.

Óeirðalögreglan í Sevilla á Spáni þurfti að láta til skarar skríða í gærkvöldi. Stuðningsmenn sáust sparka speglum af farartækjum sem höfðu lagt nálægt og henda glösum í akandi bíla svo eitthvað sé nefnt.

FA fordæmir þessa hegðun og biður enska stuðningsmenn um að virða gestgjafana og hegða sér sómsasamlega.

FA segist ætla að vinna með spænsku lögreglunni til að finna út hvaða stuðningsmenn það eru sem hafa verið með mestu vandræðin.

Sjá einnig:
Stuðningsmaður Englands á sjúkrahús eftir að hafa teygað Sambuca

Yfir 100 stuðningsmenn Englands voru handteknir í Amsterdam fyrir vináttulandsleik í Hollandi í mars. Einn var dæmdur í ævilangt bann frá leikjum enska landsliðsins og tíu fengu þriggja ára bann.

Aðeins þrír enskir stuðningsmenn voru handteknir í Rússlandi í sumar þar sem HM í fótbolta fór fram.
Athugasemdir
banner
banner