Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 15. október 2018 23:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Nile Ranger kom vel fyrir í hlaðvarpsþætti á Youtube
Ranger fer yfir ferilinn í þættinum
Ranger fer yfir ferilinn í þættinum
Mynd: Skjáskot - Youtube
Nile Ranger er fyrrum leikmaður Newcastle. Í dag er hann í leit að nýju liði.
Nile Ranger er fyrrum leikmaður Newcastle. Í dag er hann í leit að nýju liði.
Mynd: Getty Images
Nile Ranger er nafn sem margir fótboltaaðdáendur kannast kannski við. Hann þótti eitt sinn mjög efnilegur, hann byrjaði að spila fyrir aðallið Newcastle í ensku úrvalsdeildinni er hann var 18 ára gamall. Hann þótti lofa góðu en vandræði utan vallar hafa orðið til þess að í dag er hann án liðs og hefur lítið sem ekkert gert við þá miklu hæfileika sem hann þótti bera með sér.

Youtube-stjarnan True Geordie sem hefur verið á mikill uppleið og þeim vettvangi sem Youtube er, fékk Ranger í heimsókn og tók upp hlaðvarpsþátt með honum.

Ranger fer þar yfir feril sinn til þessa. Hann byrjaði hjá Southampton en var rekinn þaðan eftir slæma hegðun. Hann fór síðan til Newcastle en samningi hans þar var rift. Alan Pardew, þáverandi stjóri Newcastle, fékk nóg af honum.

Ranger hefur síðan þá spilað fyrir lið á borð við Swindon, Blackpool og Southend. Hann var rekinn frá síðastnefnda liðinu egna uppsafnaðra brota, svo sem að mæta seint á æfingar og sýna ekki nægan metnað.

Ranger sem á langa afbrotaskrá kemur vel fyrir þættinum en hann talar um það undir lokin að hann langi að komast að hjá liði í Championship eða C-deildinni á Englandi.

Var sakaður um nauðgun
Snemma árs 2013 var Ranger ásakaður um nauðgun á hóteli í miðbæ Newcastle. Það mál fór fyrir dómstóla en Ranger var að lokum sýknaður.

Ranger ræðir um aðdraganda málsins í þættinum, hann segir að það hafi enn mikil á hrif á líf sitt, jafnvel þó svo að hann hafi verið sýknaður. Umræðan um nauðgunarásökunina fer af stað eftir rétt rúmlega klukkutíma.

„Stelpan átti kærasta á þessum tíma og kannski leið henni illa yfir því. Að draga mig inn í þetta var samt klikkun. Eftir þetta, þegar ég var að hitta stelpur þurfti ég að taka þær upp segja að ég hefði fengið samþykki. Þá væri ég með sannanir ef þetta myndi gerast aftur," sagði Ranger.

„Þú átt ekki að þurfa að lifa svona en þetta opnar augun fyrir unga fótboltamenn sem eru byrjaðir að græða pening."

„Það eru stelpur sem hafa í alvöru orðið fyrir kynferðisofbeldi, það er fáránlegt að aðrar stelpur séu bara að reyna að næla sér í pening. Ég er ekki sá fyrsti eða síðasti sem lendir í þessu. Þú getur eyðilagt líf einhvers með þessu."

Ranger segist í dag eiga kærustu og er hann að einbeita sér að því að koma sér aftur af stað í fótboltanum.

Hér að neðan má horfa/hlusta á þáttinn.


Athugasemdir
banner
banner