þri 16. október 2018 08:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Myndband: Pickford stálheppinn - Reyndi að vera of sniðugur
Mynd: Getty Images
England vann frábæran sigur gegn Spánverjum í Þjóðadeildinni í gærkvöld. Lokatölur á Spáni voru 3-2 fyrir England.

England leiddi 3-0 í hálfleik en Spánn minnkaði muninn á 58. mínútu þegar hinn sjóðheiti Paco Alcacer skoraði. Stuttu síðar vildu Spánverjar fá vítaspyrnu og þeir höfðu klárlega eitthvað til síns máls í þeim efnum.

Jordan Pickford í marki Englands tók of margar snertingar og ætlaði að snúa á Rodrigo, sóknarmann Spánar. Rodrigo komst fram fyrir Pickford og í boltann, hann var við það að skora en Pickford hélt í hann og náði að koma í veg fyrir mark.

Spánverjar voru brjálaðir að fá ekki vítaspyrnu.

Smelltu hér til að sjá atvikið.

Þetta gerðist í stöðunni 3-1. Spánn minnkaði muninn í uppbótartíma með marki Sergio Ramos, lokatölur urðu 3-2.
Athugasemdir
banner
banner