Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 15. október 2018 23:41
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gylfa haldið inn í teig - „Suarez hefði fengið vítaspyrnu"
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Undir lok leiks Íslands og Sviss á Laugardalsvelli í kvöld háði Ísland mikla pressu á svissneska liðið. Ísland komst nálægt því að jafna en inn vildi boltinn ekki.

Á einum tímapunkti, í stöðunni 2-1, var ríghaldið í Gylfa Þór Sigurðsson, fyrirliða Íslands, í teignum en hann fór ekki niður. Hann reyndi þess í stað að búa til færi.

Eiður Smári Guðjohnsen, fyrrum landsliðsfyrirliði, var sérfræðingur Stöð 2 Sport í kringum leikinn. Hann ræddi um það þegar haldið var Í Gylfa inn í teignum. Eiður vill meina að ef Luis Suarez, sóknarmaður Barcelona, hefði verið í sporum Gylfa þá hefði dómarinn væntanlega bent á vítapunktinn, því Suarez hefði farið niður.

„Þetta snýst um heiðarlega, ætlarðu að detta eða stendirðu í lappirnar þangað til dómarinn flautar?" sagði Eiður.

Ólafur Ingi Skúlason var með Eiði í settinu en hann sagði þá: „Birkir Bjarna hefði farið niður þarna."

Eiður hélt svo áfram.

„Dómarinn flautar yfirleitt ekki nema þú farir í jörðina. Ef þú stendur þetta af þér, þá var það hugsanlega brot en dómarinn flautar ekki nema þú látir þig detta."

„Við viljum ekki vera þekktir sem svindlarar, við viljum ekki vera þekktir fyrir að fiska eitthvað en á svona stundu þá hefði kannski mátt vera aðeins meira Suður-amerískt blóð, Luis Suarez hefði sennilega fengið vítaspyrnu þarna," sagði Eiður.
Athugasemdir
banner
banner