Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 16. október 2018 13:00
Elvar Geir Magnússon
Segir betri stemningu á leikjum í Frakklandi en á Englandi
Alexandre Lacazette.
Alexandre Lacazette.
Mynd: Getty Images
Alexandre Lacazette, sóknarmaður Arsenal, segir að hann sakni stemningarinnar á leikjum frönsku deildarinnar. Hann segir að andrúmsloftið á leikjum sé betra í Frakklandi en á leikjum ensku úrvalsdeildarinnar.

„Á Englandi eru aðdáendur meira áhorfendur en stuðningsmenn," segir Lacazette.

„Það er skemmtilegra andrúmsloft á frönskum leikvöngum."

Stuðningsmenn Arsenal hafa þó góða ástæðu til að gleðjast því liðið hefur verið á miklu skriði að undanförnu eftir hikst í byrjun tímabils.

Lacazette er kominn með fimm mörk í öllum keppnum en næsta verkefni Arsenal er deildarleikur gegn Leicester og svo kemur Evrópuleikur gegn Sporting Lissabon.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner