Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
banner
   þri 16. október 2018 15:23
Hafliði Breiðfjörð
Byrjunarlið U21: Jón Dagur, Hörður og Tryggvi koma inn
Samúel Kári er áfram fyrirliði Íslands.
Samúel Kári er áfram fyrirliði Íslands.
Mynd: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
Íslenska U21 árs landsliðið mætir Spánverjum á Floridanavellinum í Árbænum klukkan 16:45.

Smelltu hér til að fara í beina textalýsingu.

Leikurinn er liður í undankeppni Evrópumótsins en íslenska liðið á ekki lengur möguleika á því að komast inn á það mót.

Þrjár breytingar eru á íslenska liðinu frá leiknum við Norður Írland á sama velli á fimmtudaginn.

Jón Dagur Þorsteinsson kemur aftur í liðið eftir verkefni með A-landsliðinu og í stað hans fer Willum Þór Willumsson á bekkinn. Hörður Ingi Gunnarsson kemur inn í liðið fyrir Felix Örn Friðriksson og Tryggvi Hrafn Haraldsson fyrir Óttar Magnús Karlsson.

Samúel Kári Friðjónsson ber fyrirliðabandið en hann hefur æft með A-landsliðinu í vikunni. Albert Guðmundsson sem allajafna er fyrirliði spilaði með A-landsliðinu í gær og er því ekki með í dag.

Byrjunarlið Íslands:
Aron Snær Friðriksson (M)
Alfons Sampsted
Hörður Ingi Gunnarsson
Torfi Tímóteus Gunnarsson
Axel Óskar Andrésson
Kristófer Ingi Kristinsson
Arnór Sigurðsson
Óttar Magnús Karlsson
Júlíus Magnússon
Willum Þór Willumsson
Samúel Kári Friðjónsson (F)
Athugasemdir
banner
banner