þri 16. október 2018 18:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Stóri Sam á því að Busquets sé alls ekki betri en Dier
Sergio Busquets.
Sergio Busquets.
Mynd: Getty Images
„Þeir sem hrósa Sergio Busquets verða að hætta því," sagði Sam Allardyce, fyrrum landsliðsþjálfari Englands, eftir að hafa horft á spænska miðjumanninn spila í 3-2 tapi gegn Englandi í gær.

England varð í gær fyrsta liðið í 15 ár sem fer til Spánar og vinnur spænska landsliðið í fótboltaleik.

Busquets, sem leikur með Barcelona, spilaði á miðjunni hjá Spánverjum í gær. Busquets er jafnan talinn einn besti djúpi miðjumaður sem finnst er á þessari plánetu en Sam Allardyce, eða Stóri Sam, er ekki eins hrifinn og margir.

Allardyce talaði við TalkSport eftir sigur Englands á Spáni. Í viðtalinu sagði Allardyce:

„Að mínu mati er Busquets hvorki betri eða verri en Eric Dier. Busquets er djúpur miðjumaður sem brýtur upp sóknir, kemst inn í sendingar, sendir boltann mjög fljótt frá sér og er gáfaður. Það er það sem hann er, hann gerir ekkert meira, en fær mikið hrós fyrir það sem hann gerir."

„Eric Dier sinnir svipuðu hlutverki en fær oftast meiri gagnrýnin en hrós."

„Við lítum á Busquets sem snilling en við hugsum ekki um þannig um okkar leikmenn. Eric Dier var mikið betri en Busquets í gær."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner