Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 16. október 2018 18:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Talið að Zaha sé meiddur - Palace má ekki við því
Mynd: Getty Images
Stuðningsmenn Crystal Palace eru mjög áhyggjufullir þessa stundina vegna þess að Wilfried Zaha er sagður meiddur.

Zaha kom snemma heim úr landsleikjaverkefni með Fílabeinsströndinni en talið er að hann sé að glíma við meiðsli, svipuð meiðsli og voru að hrjá hann fyrr á tímabilinu.

Það er líklega enginn leikmaður sem er mikilvægari fyrir sitt lið í ensku úrvalsdeildinni en Zaha. Tölfræðin sannar það.

Crystal Palace heimsækir Gylfa Þór Sigurðsson og félaga í Everton á sunnudaginn en liðið má ekki við því að missa Zaha.

Palace er í 14. sæti ensku úrvalsdeildarinnar þegar átta leikir eru búnir. Liðið hefur unnið tvo leiki, gert eitt jafntefli og tapað hinum fimm leikjunum.



Athugasemdir
banner
banner