Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 16. október 2018 22:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Markahæstur hjá Gíbraltar með tvö mörk
Mynd: Getty Images
Gíbraltar vann sinn annan mótsleik í röð þegar liðið sigraði Lichtenstein á heimavelli í Þjóðadeildinni í kvöld.

Gíbraltar lenti 1-0 undir en kom til baka og vann frábæran 2-1 sigur.

Það var ekki nema á laugardaginn sem Gíbraltar vann sinn fyrsta mótsleik og því draumi líkast fyrir þessu smáu þjóð að fá annan sigurinn svona stuttu eftir það.

Það búa aðeins rétt rúmlega 30 þúsund manns á Gíbraltar en þjóðin var tekin inn í FIFA 2013.

Þjóðadeildin er greinilega að hjálpa því þar spilar Gíbraltar við fótboltaþjóðir í svipuðum gæðaflokki, í D-deildinni.

Gíbraltar hefur ekki skorað mörg mörk og það sést þegar rennt er yfir markahæstu leikmenn þjóðarinnar. Varnarmaðurinn og fyrirliðinn Joseph Chipolina skoraði sigurmarkið í kvöld en hann kom sér þá á meðal markahæstu leikmanna þjóðarinnar. Þeir eru fjórir markahæstir, komnir með tvö mörk.

Hér að neðan má sjá sigurmarkið í kvöld.





Athugasemdir
banner
banner