Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 16. október 2018 22:07
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Messi myndi lenda í vandræðum hjá Man Utd"
Mynd: Getty Images
Paul Scholes er ekki glaður með stöðu mála hjá sínu gamla félagi, Manchester United í augnablikinu.

Scholes liggur ekki á skoðunum sínum varðandi United og er óhræddur við að gagnrýna sína fyrrum vinnuveitendur.

United hefur ekki farið vel af stað á þessu tímabili og er umræðan að verða hærri og hærri um að starf Jose Mourinho, knattspyrnustjóra liðsins, sé í hættu.

Scholes telur að andrúmsloftið sé það slæmt á Old Trafford í augnablikinu að ekki einu sinni Lionel Messi myndi standa sig sem leikmaður Manchester United.

„Það er eins og hver einasti leikmaður sem kemur inn í liðið lendi í vandræðum," sagði Scholes í viðtali við ESPN.

„Ef við myndum kaupa Messi þá myndi hann lenda í vandræðum í þessu liði. Jafnvel hann."

„Hver er bestur? Messi, en Ronaldo er líka frábær."

Smelltu hér til að lesa viðtalið við Scholes í heild sinni
Athugasemdir
banner
banner
banner