Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 17. október 2018 10:48
Elvar Geir Magnússon
Segir að enska utandeildin sé góður markaður fyrir íslensk félög
Grétar Rafn Steinsson í viðtali við Fótbolta.net.
Grétar Rafn Steinsson í viðtali við Fótbolta.net.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Grétar Rafn Steinsson, yfirmaður fótboltamála hjá enska C-deildarfélaginu Fleetwood, var í viðtali í Miðjunni hér á Fótbolta.net.

Þar sagði hann frá hugmyndafræði Fleetwood og hvernig skapað hefur verið umhverfi þar sem leikmenn geta bætt sig.

Grétar segir að félagið sæki mikið í leikmenn úr ensku utandeildinni og það hafi reynst vel.

„Við einbeitum okkur mikið að utandeildinni. Utandeildin er virkilega góður markaður og eitthvað sem íslensk félagslið ættu að skoða. Það eru alltaf að koma inn betri og betri leikmenn í úrvalsdeildina og Championship. Það þýðir að leikmenn fá ekki tækifæri til að komast í aðalliðið. Þeir leikmenn fara því niður kerfið," segir Grétar.

„Það er mjög góður fótbolti spilaður í utandeildinni á Englandi. Þetta er ekki lengur eins og talað er um ensku neðri deildirnar. Það er lið sem spila alls kyns fótbolta. Ég sæki mikið í utandeildina og unga leikmenn."

Smelltu hér til að hlusta á Grétar Rafn í Miðjunni

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner