mið 17. október 2018 12:13
Elvar Geir Magnússon
Real Madrid mótmælir því að Barcelona leiki í Bandaríkjunum
Frá leik á Hard Rock leikvangnum í Miami.
Frá leik á Hard Rock leikvangnum í Miami.
Mynd: Getty Images
Real Madrid er mótfallið því að leikur Girona og Barcelona í spænsku deildinni fari fram í Bandaríkjunum.

La Liga bað spænska knattspyrnusambandið um leyfi fyrir því að leikurinn fari fram í Miami í Bandaríkjunum 26. janúar.

Í bréfi til spænska sambandsins segir Real að það sé grundvallaratriði í deildinni að lið leiki heima og úti á leikvöngum hvors annars. Það sé mikilvægt fyrir heiðarleika og jafnrétti í La Liga.

Luis Rubiales, forseti spænska sambandsins, hefur lýst því yfir að hann sé mótfallinn því að leikið sé í Bandaríkjunum og það hafa spænsku leikmannasamtökin einnig gert.

Til að samþykkt verði að leikurinn fari fram í Bandaríkjunum þarf UEFA að gefa grænt ljós.

Hugmyndin er sú að leikurinn, sem skráður er heimaleikur Girona, verði spilaður á Hard Rock leikvangnum í Miami.

Real Madrid segist óánægt með að ekki hafi verið ráðfært sig við félagið þar sem leikurinn hefur áhrif á mót sem það tekur þátt í.
Athugasemdir
banner
banner