Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 17. október 2018 17:00
Elvar Geir Magnússon
Lloris fær ekki það lof sem hann á skilið
Lloris er fyrirliði franska landsliðsins
Lloris er fyrirliði franska landsliðsins
Mynd: Fótbolti.net - Daníel Rúnarsson
Hugo Lloris, markvörður Frakklands og Tottenham, fær ekki það lof sem hann á skilið. Þetta er umfjöllunarefni í grein frá Adam White og Eric Devin í Guardian.

Þar er meðal annars talað um frammistöðu Lloris í nýliðnum landsliðsglugga, í sigrinum gegn Þýskalandi og jafnteflisleiknum gegn Íslandi.

Það er sjaldgæft að markverðir fái gullknöttinn, síðast var það Lev Yashin árið 1963.

Greinarhöfundar segja að framganga Lloris hafi verið einn af lykilþáttunum í leiðinni í úrslitaleik HM í sumar þar sem Frakkar enduðu á því að lyfta gullbikarnum í Moskvu.

Frammistaða hans með Frakklandi hefur verið mögnuð en mistökin fleiri þegar hann spilar með Tottenham.

„Af þeim 30 leikmönnum sem koma til greina í gullknettinum á þessu ári eru fjórir markverðir: Thibaut Courtois, Jan Oblak, Alisson Becker og Lloris. Afrek Lloris á árinu 2018 skákar þeim öllum," segir í greininni.

„Handtakan fyrir ölvunaraksturinn á ekki að gleymast en framganga hans á vellinum var mögnuð. Það er tími til að fólk nefni markvörð sem einn af bestu leikmönnum heims."
Athugasemdir
banner
banner
banner