Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mið 17. október 2018 16:12
Elvar Geir Magnússon
Juventus gæti verið án Dybala gegn Man Utd
Dybala er 24 ára.
Dybala er 24 ára.
Mynd: Getty Images
Juventus gæti verið án Paulo Dybala þegar liðið mætir Manchester United í Meistaradeildinni í næstu viku.

Argentínumaðurinn fór af velli vegna hnémeiðsla í 1-0 tapi gegn Brasilíu í vináttulandsleik í Sádi-Arabíu. Lautaro Martínez kom inn fyrir Dybala á 58. mínútu.

Fyrstu fréttir herma að Dybala verði ekki með gegn Genoa í deildinni á laugardaginn.

Dybala skoraði þrennu í síðasta Meistaradeildarleik Juventus, gegn Young Boys. Hann var aðalmaðurinn í þeim leik í fjarveru Cristiano Ronaldo sem tók út leikbann.

Dybala er með fjögur mörk í níu leikjum fyrir Juventus á þessu tímabili og byrjaði báða landsleiki Argentínu í landsleikjaglugganum, í fjarveru Lionel Messi.

Ronaldo verður væntanlega með Juventus gegn sínu fyrrum félagi í næstu viku. Juventus er á toppi ítölsku A-deildarinnar með fullt hús en liðið hefur einnig unnið báða Meistaradeildarleiki sína.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner