Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 17. október 2018 20:00
Ívan Guðjón Baldursson
Pires: Knattspyrnuheimurinn þarf fólk eins og Wenger
Mynd: Getty Images
Arsene Wenger tilkynnti í dag að hann ætlaði sér að taka við knattspyrnuliði eftir áramót og er Robert Pires, fyrrverandi lærisveinn Wenger hjá Arsenal, ánægður með þá ákvörðun.

Pires telur knattspyrnuheiminn þurfa fleira fólk eins og Wenger, sem var við stjórnvölinn hjá Arsenal í 22 ár.

Pires spilaði undir stjórn Wenger frá 2000 til 2006 og unnu þeir úrvalsdeildina saman í tvígang.

Wenger, sem er 68 ára gamall, hefur verið orðaður við þjálfarastarfið hjá japanska landsliðinu og stjórnarstöðu hjá Paris Saint-Germain á dögunum.

„Vonandi finnur hann sér nýja áskorun. Knattspyrnuheimurinn þarf fólk eins og Arsene Wenger. Hann er ástfanginn af fótbolta og hefur mikla ástríðu," sagði Pires.

„Ég veit ekki hvað hann mun taka sér fyrir stafni en ég vonast til að sjá hann sitja aftur á varamannabekk sem fyrst."
Athugasemdir
banner
banner
banner